30. apríl 2015
Nemendur Kvennaskólans sækja Seðlabankann heim
Nemendur í Kvennaskólanum í Reykjavík hafa síðustu daga komið í heimsókn í Seðlabanka Íslands og fræðst um starfsemina. Slíkt er liður í námi þeirra í hagfræðiáfanga í skólanum. Meðfylgjandi myndir voru teknar af tveimur bekkjum sem komið hafa í dag og í gær.
Nemendurnir voru mjög áhugasamir um ýmislegt sem varðar greiðslumiðlun í landinu og um fjármagnshöft. Með þeim á mynd (sitjandi á síðustu myndinni) eru Ásdís Ingólfsdóttir, kennari þeirra, og Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabankanum.
Árlega kemur fjöldi skólahópa og ýmissa annarra hópa í heimsókn í Seðlabanka Íslands.