logo-for-printing

13. maí 2015

Hindranir í tilteknum vefrápara við að skoða skjöl og vefútsendingar

Einhverjir notendur þessarar síðu hafa orðið varir við að ekki hefur reynst unnt að skoða sum pdf-skjöl þegar farið er um Chrome-vafrann. Hið sama gildir um að skoða tilteknar vefútsendingar með aðstoð Chrome-vafra. Til eru leiðir fram hjá þessu vandamáli og það á ekki að vera til staðar í öðrum algengum netvöfrum.

Chrome-notendur hafa einnig verið í vandræðum með að opna PDF-skjöl hér á vefnum. Þetta virðist vera bundið við skjöl sem eru vistuð með sér-íslenskum stöfum. Það er hægt að komast hjá þessu með því að virkja Adobe Reader sem PDF-lesara í vefráparanum í stað þess innbyggða. Leiðbeiningar um hvernig á að gera það eru hérna:

https://helpx.adobe.com/acrobat/kb/pdf-browser-plugin-configuration.html

Til baka