logo-for-printing

02. júní 2015

Greiðslujöfnuður og erlend staða þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi 2015

Bygging Seðlabanka Íslands

Á vef Seðlabanka Íslands hafa nú verið birt bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2015 og um stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 3,3 ma.kr. á ársfjórðungnum samanborið við 29,7 ma.kr. fjórðunginn á undan. Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður sem nemur 2,1 ma.kr. en þjónustujöfnuður mældist hagstæður um 19,5 ma.kr. Jöfnuður frumþáttatekna var óhagstæður um 10,8 ma.kr. og rekstrarframlög um 3,2 ma.kr. Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var hagstæður um 12 ma.kr. samanborið við 38,6 ma.kr. fjórðunginn á undan.

Fréttin um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu á fyrsta ársfjórðungi er aðgengileg í heild sinni hér:

Fréttatilkynning nr. 10/2015 Greiðslujöfnuður og erlend staða þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi 2015

Athygli er vakin á því að í dag er greining á undirliggjandi erlendri stöðu þjóðarbúsins einnig birt á vef Seðlabanka Íslands.

Til baka