12. júní 2015
Nýr og breyttur vefur Seðlabanka Íslands
Nýr og breyttur vefur Seðlabanka Íslands hefur verið tekinn í notkun. Vakin er athygli á því að breytingarnar ná yfir útlit, efni og uppsetningu veftrés. Við breytingarnar hefur verið tekið mið af þeirri þróun sem hefur átt sér stað að undanförnu. Þannig hefur verið reynt að stytta megintexta en bæta við skýringartextum og skýringarmyndum þar sem því verður við komið. Þess er vænst að hin nýja uppsetning muni gagnast notendum vel. Búast má við einhverjum hnökrum í notkun vefjarins fyrst eftir að hann hefur verið tekinn í notkun en reynt verður að laga þá eins fljótt og unnt er. Allar ábendingar eru vel þegnar. Notendur geta sent inn athugasemdir með því að smella á athugasemdahnapp sem er staðsettur hægra megin fyrir miðju á hverri síðu vefjarins.Samstarfsaðilar við þessa vinnu voru fyrirtækin Hugsmiðjan ehf. og Advania hf.