23. september 2015
Uppfærð gögn um bankakerfi
Samkvæmt uppfærðum gögnum um bankakerfi námu eignir innlánsstofnana 3.223,5 ma.kr. í lok ágúst síðastliðnum eða 9,2 ma.kr. meira en mánuði fyrr. Ný útlán námu 102,7 ma.kr. í ágúst, þar af eru verðtryggð lán 15,3 ma.kr., óverðtryggð lán 42,5 ma.kr., lán í erlendum gjaldmiðlum 42,4 ma.kr. og eignarleigusamningar 2,6 ma.kr. Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum og umframgreiðslum námu 41,9 ma.kr.Nánari upplýsingar um bankakerfið má finna hér: Bankakerfi