logo-for-printing

25. september 2015

Gagnsæi, sjálfstæði og peningaútgáfa í Seðlabankanum

Nemendur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð komu í heimsókn í Seðlabankann

Í dag komu tveir hópar skólafólks í heimsókn í Seðlabankann. Fyrri hópurinn mætti eldsnemma og kynnti sér ýmsar hliðar á peningaútgáfu, þ.e. seðlaprentun, myntsláttu, og samhengi peningamagns og verðbólgu í samfélaginu. Það voru hressir krakkar úr þriðja bekk í Kársnesskóla í Kópavogi sem voru þar á ferð. Síðar um morguninn kom hópur nemenda úr Menntaskólanum við Hamrahlíð sem kynnti sér meðal annars þróun á sjálfstæði Seðlabankans og aukið gagnsæi sem hefur átt sér stað í starfsemi Seðlabankans síðustu ár.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af hópunum tveimur í heimsókn þeirra í morgun í bankann.

Til baka

Myndir með frétt

Krakkar úr þriðja bekk í Kársnesskóla
Mesta aukning í gegnsæi hér eftir kreppu