logo-for-printing

21. október 2015

Kynning fyrir menntaskólanema í Seðlabankanum

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi komu í heimsókn í Seðlabankann

Hópar námsfólks og aðrir hópar koma reglulega í heimsókn í Seðlabankann. Í morgun kom hingað hópur nemenda í hagfræðiáfanga í Menntaskólanum í Kópavogi ásamt kennara sínum. Þau fengu stutta kynningu á helstu verkefnum og hlutverki Seðlabankans, svo sem í því að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika, í gjaldeyrismálum og fleiru.

Meðfylgjandi mynd var tekin við lok kynningarinnar.

Til baka