23. október 2015
Uppfærðar hagtölur um bankakerfi og fleira
Síðdegis í gær voru birtar hér á vef Seðlabankans uppfærðar hagtölur um bankakerfi og útboð verðbréfa. Þar kemur meðal annars fram að eignir innlánsstofnana hafi aukist í september um tíu milljarða króna og numið ríflega þrjú þúsund og tvö hundruð milljörðum króna. Þá hafi ný útlán numið um 154 milljörðum króna í september. Í frétt um útboð verðbréfa kemur m.a. fram að heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í september hafi numið 12,3 milljörðum króna.
Nánari og nákvæmari upplýsingar um þessi atriði er að finna hér að neðan: