27. október 2015
Nýjar hagtölur um verðbréfa- og fjárfestingasjóði og lánafyrirtæki
Síðdegis í gær birti Seðlabanki Íslands uppfærðar hagtölur um verðbréfa- og fjárfestingasjóði og lánafyrirtæki. Þar kemur m.a. fram að eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 562,3 ma.kr. í lok september og jukust um 16,0 ma.kr. milli mánaða. Mestu breytingarnar eru vegna hlutabréfa- og peningamarkaðssjóða. Eignir hlutabréfasjóða jukust um 6,6 ma.kr. og eignir peningamarkaðssjóða jukust um 7,6 ma.kr. Á einu ári hafa eignir hlutabréfasjóða aukist um 32,9 ma.kr. og eignir peningamarkaðssjóða aukist um 39,4 ma.kr. Í lok september námu eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 997 ma.kr. í og minnkuðu um 3,1 ma.kr. á milli mánaða.
Ítarlegri upplýsingar um þetta eru hér:
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir