25. nóvember 2015
Ritið Fjármálainnviðir 2015 kemur út í dag
Í dag klukkan 16:00 kemur út ritið Fjármálainnviðir 2015, en þar er til umfjöllunar staða og þróun mála á vettvangi greiðslumiðlunar. Í ritinu er fjallað um rekstur eigin millibankakerfa Seðlabanka Íslands og yfirsýnar- og reiðufjárhlutverk hans. Enn fremur er fjallað um nýja og væntanlega löggjöf, mikilvægi áhættustýringar, ekki síst m.t.t. rekstraráhættu, mikilvæga þjónustuveitendur og fleira.Fyrri útgáfur Fjármálainnviða má nálgast hér.