logo-for-printing

08. febrúar 2016

Fimmtíu króna myntin var kosin sú fallegasta

Gestir á Safnanótt í Seðlabankanum 2016

Gestir sem mættu í Myntsafn Seðlabankans og Þjóðminjasafns á Safnanótt síðastliðið föstudagskvöld kusu 50 króna myntina þá fegurstu af þeim myntum sem í gildi eru í dag. Alls voru 61% gesta sem mættu í safnið á föstudag þeirrar skoðunar að 50 króna myntin væri fegurst. Hið sama var upp á teningnum hjá starfsmönnum bankans sem einnig kusu 50 krónurnar fegurstu myntina en 38% starfsmanna voru þeirrar skoðunar. Gestir og starfsmenn bankans virðast vera nokkuð sammála því í báðum tilvikum var 5 króna myntin valin sú næst fallegasta.

Þess má geta að fyrir ári síðan var kosið á sama hátt um fegursta seðilinn sem í gildi er. Þar voru starfsmenn bankans og gestir á Safnanótt sammála um að tvö þúsund króna seðillinn væri sá fegursti. Þá var hins vegar mjótt á mununum því tíu þúsund króna seðillinn kom fast í kjölfarið hjá báðum hópum. Alls sögðu þá 32% að tvö þúsund króna seðillinn væru sá fegursti og 31% að tíu þúsund króna seðillinn væri fegurstur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Safnanótt í Seðlabankanum og sýna áhugasama safngesti, hugsanlega safnverði framtíðar eða jafnvel seðlabankastjóra, og svo Jón Jónsson, hagfræðinginn syngjandi, sem tók lagið fyrir gesti.

Nánari upplýsingar um mynt og seðla er að finna hér: Seðlar og mynt

Til baka

Myndir með frétt

Fimmtíu króna myntin
Gestir á Safnanótt í Seðlabankanum 2016
Jón Jónsson á Safnanótt í Seðlabankanum 2016
Gestir á Safnanótt í Seðlabankanum 2016
Gestir á Safnanótt í Seðlabankanum 2016