18. maí 2016
Peningastefnan og almannahagur. Viðtal við Þórarin G. Pétursson aðalhagfræðing
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd, útskýrði peningastefnuna og nýjustu ákvarðanir peningastefnunefndar í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu í morgun. Í þættinum fjallaði Þórarinn m.a. um það sem er ólíkt með þróuninni á Íslandi og í helstu nágrannalöndum.
Hér er hægt að nálgast viðtalið við Þórarin á Morgunvaktinni í morgun: Viðtal við Þórarin G. Pétursson, aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands. (Mynd af Þórarni G. Péturssyni tekin af starfsmanni RÚV í morgun og birt með leyfi RÚV).