logo-for-printing

30. maí 2016

Aflandskrónaútboð jákvætt fyrir lánshæfi Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands

Matsfyrirtækið Moody´s gaf í dag út stutt álit um fyrirhugað útboð Seðlabanka Íslands á aflandskrónum. Meðfylgjandi er lausleg þýðing á lokamálsgrein álitsins.

Í áliti Moody´s kemur fram það mat að fyrirhugað útboð sé jákvætt fyrir lánshæfi Íslands að því leyti að það gefur fjárfestum, sem eiga fé bundið í svokölluðum aflandskrónum, tækifæri til útgöngu óski þeir þess. Það er enn fremur mat fyrirtækisins að útboðið gæti orðið til þess að létta á þrýstingi sem myndast hefur á innlendar eignir vegna gjaldeyrishafta og má meðal annars merkja í mikilli styrkingu krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði á síðustu tveimur árum.

Sérfræðingar Moody´s telja tímasetningu útboðsins skynsamlega þar sem stjórnvöld biðu með að halda slíkt útboð þar til gjaldeyrisforði þjóðarinnar var orðinn nægilega stór til að taka mætti á aflandskrónuvandanum, en að forðinn dygði jafnframt fyrir mögulegri erlendri fjármagnsþörf hagkerfisins.

Álit Moody's er hér:

Moody's Iceland 30 May 2016.pdf

Til baka