Kaupverð ríkistryggðra verðbréfa samfara gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands hinn 16. júní 2016
Í frétt Seðlabanka Íslands frá 25. maí sl. var tilkynnt að kaupendur erlends gjaldeyris í útboði Seðlabanka Íslands geti selt bankanum ríkisvíxla, ríkisbréf og útgáfur með ábyrgð ríkissjóðs til fjármögnunar á gjaldeyriskaupum. Einnig var tilkynnt á sama tíma að kaupverð fyrrgreindra verðbréfa fyrir evrur í útboðinu yrði birt á heimasíðu Seðlabanka Íslands í dag.
Í töflu í meðfylgjandi skjali má sjá kaupverðið þar sem uppgjör miðast við 29. júní 2016:
Kaupverð ríkistryggðra verðbréfa samfara gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands hinn 16. júní 2016.pdf
Aðilar sem samið hafa við Seðlabankann um milligöngu um gjaldeyrisviðskipti skulu við framlagningu tilboða f.h. viðskiptavina sinna geta um nafn á ríkisvíxli eða skuldabréfaflokki eins og þau eru skráð í kauphöll Nasdaq Iceland hf. og kveðið er á um í útboðsskilmálum dags. 25 maí sl. Í tengslum við uppgjör viðskiptanna þurfa ríkistryggðu skuldabréfin að berast Seðlabankanum fyrir kl. 10.00 hinn 29. júní 2016. Erlendi gjaldeyririnn verður afhentur á evrureikning milligönguaðila eftir afhendingu verðbréfanna og eigi síðar en kl. 16.00 sama dag. Ef aðili á skuldabréf með ríkisábyrgð sem ekki er í ofangreindri töflu getur hann óskað eftir að milligönguaðili sem hefur samstarfssamning við Seðlabankann leiti tilboðs um kaupverð á skuldabréfinu eigi síðar en í dagslok 13. júní n.k.
Fyrirspurnir er lúta að öllu framangreindu má senda á netfangið fxauction2016@cb.is
Sjá ítarlegar upplýsingar um útboðið hér.