Moody´s endurmetur Baa2 lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með hækkun í huga
Matsfyrirtækið Moody´s Investors Service hefur ákveðið að Baa2 lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands verði endurmetin með hækkun í huga. Í því efni verði stefnt að því að meta hvort ný fjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera ásamt endurbótum á skattakerfinu muni bæta sjálfbærni skulda til meðallangs tíma. Þá verði jafnframt metið hvort væntanlegt útboð aflandskróna verði til að draga úr eða halda í skefjum mögulegum veikleikum í erlendri stöðu þjóðarbúsins þannig að almenn losun hafta gangi greiðar fyrir sig.
Í meðfylgjandi viðhengi er að finna fréttatilkynningu Moody´s:
Moody's PR Iceland Baa2 rating on review up June 2016
Samhliða ofangreindri tilkynningu birti Moody´s einnig í dag matsskýrslu um Ísland:
Moodys Credit Opinion June 2016