logo-for-printing

16. júní 2016

Seðlabankastjóri tók þátt í 200 ára afmælisráðstefnu Noregsbanka

Már Guðmundsson seðlabankastjóri tók þátt í 200 ára afmælisráðstefnu Noregsbanka
Hinn 16. júní tók Már Guðmundsson seðlabankastjóri þátt í 200 ára afmælisráðstefnu Noregsbanka. Ráðstefnan bar titilinn: The Interaction Between Monetary Policy and Financial StabilityGoing Forward. Undir lok ráðstefnunnar fóru fram pallborðsumræður norrænu seðlabankastjóranna fimm undir heitinu: The Nordic Experience. Inngangsorð seðlabankastjóra við það tækifæri má finna hér, en hann fjallaði um fjármagnshreyfingar og kerfisáhættu á Íslandi. Hér má sjá seðlabankastjóranna (talið frá hægri: Már Guðmundsson, Stefan Ingves seðlabankastjóri í Svíþjóð, Erkki Liikanen seðlabankastjóri í Finnlandi, Lars Rohde seðlabankastjóri í Danmörku, Öysten Olsen seðlabankastjóri í Noregi og Jon Nicolaisen aðstoðarseðlabankastjóri í Noregi). Tveimur dögum fyrir ráðstefnuna, eða 14. júní, tók seðlabankastjóri þátt í hátíðarsamkomu í Þrándheimi þar sem Noregskonungur var heiðursgestur og margt af forystufólki Noregs á sviði peningamála og fjármálastöðugleika flutti ávörp. Á heimasíðu Noregsbanka má finna nánari upplýsingar um afmælið og þá viðburði sem því tengdust.
Til baka

Myndir með frétt

Már Guðmundsson seðlabankastjóri tók þátt í 200 ára afmælisráðstefnu Noregsbanka.