logo-for-printing

15. júlí 2016

Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum

Bygging Seðlabanka Íslands

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. Standard & Poor’s reiknar með kröftugum hagvexti næstu árin, knúnum af ferðamannaiðnaði og öflugri einkaneyslu. Stöðugar horfur vega saman annars vegar möguleika á að jöfnuður ríkisfjármála og utanríkisviðskipta batni umfram væntingar næstu tvö árin og hins vegar áhættu vegna losunar fjármagnshafta og ofhitnunar hagkerfisins.

 Sjá fréttatilkynningu Standard & Poor´s hér:

Til baka