19. ágúst 2016
Greining á mögulegu útflæði við losun fjármagnshafta
Seðlabanki Íslands hefur tekið saman greiningu á mögulegu útflæði við losun fjármagnshafta. Fram kemur að þjóðarbúið þoli töluvert fjármagnsútflæði enda sé gjaldeyrisforðinn stór, útlit fyrir áframhaldandi innstreymi gjaldeyris á komandi árum og lausafjárstaða viðskiptabankanna sterk. Eigi að síður myndi fjármagnsútflæði í líkingu við þá sviðsmynd sem gerir ráð fyrir mestu útflæði fela í sér það mikið álag á gjaldeyrismarkaðinn, fjármálafyrirtæki og þjóðarbúskapinn í heild að varhugavert væri að auka enn frekar frelsi til fjármagnshreyfinga fyrr en jafnvægi hefur komist á markaði á ný.
Greining Seðlabanka Íslands er aðgengileg í meðfylgjandi skjali:
Greining á mögulegu útflæði við losun fjármagnshafta 19. ágúst 2016