19. desember 2016
Af hverju hefur gengi krónunnar hækkað?
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, skrifar grein um ástæður þess að gengi krónunnar hefur hækkað undanfarið. Þórarinn bendir á að gengishækkunin nú stafi að verulegu leyti af utanaðkomandi búhnykkjum svo sem gríðarlegum vexti ferðaþjónustunnar og hagstæðum viðskiptakjörum. Auk þess bendir Þórarinn á að ytri aðstæður, svo sem hækkandi olíuverð eða lækkun útflutningsverðlags, geti haft áhrif á viðskiptakjörin og þar með líka gengi krónunnar.
Grein Þórarins var fyrst birt í Kjarnanum síðastliðinn fimmtudag.