21. desember 2016
Seðlabanki Kína og Seðlabanki Íslands endurnýja gjaldmiðlaskiptasamning
Seðlabanki Kína og Seðlabanki Íslands hafa endurnýjað gjaldmiðlaskiptasamning sinn. Upphaflegi skiptasamningurinn var gerður árið 2010 og endurnýjaður 2013. Tilgangur samningsins er að efla viðskipti á milli landanna og styðja við beina fjárfestingu, ásamt því að efla fjármálaleg tengsl. Samningurinn felur í sér viðbúnað til að tryggja greiðsluflæði á milli landanna. Fjárhæð samningsins er 57 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júana. Samningurinn gildir í þrjú ár og er endurnýjanlegur að þeim tíma liðnum.
Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569 9600
Nr. 32/2016
21. desember 2016