logo-for-printing

13. janúar 2017

Aflandskrónaeignir í árslok 2016

Bygging Seðlabanka Íslands

Í árslok 2016 námu aflandskrónaeignir samtals 191 ma.kr. og höfðu minnkað um ríflega 128 ma.kr. frá 31. mars 2016. Í árslok var mest af aflandskrónunum í ríkisbréfum, ríkisvíxlum og öðrum bréfum með ríkisábyrgð, 105,6 ma.kr., í reiðufé og innstæðubréfum Seðlabankans voru 72,7 ma.kr. og 12,8 ma.kr. í öðru eignaformi.

Hinn 22. maí 2016 tóku gildi lög nr. 37/2016 um meðferð krónaeigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Lögin mæltu fyrir um afmörkun aflandskrónaeigna og flutning þeirra á umsýslureikninga í Seðlabankanum og á reikninga háðum sérstökum takmörkunum. Í greinargerð með frumvarpinu var birt mat á heildarumfangi aflandskrónaeigna eins og þær voru 31. mars 2016, byggt á greiningu Seðlabanka Íslands. Aflandskrónaeignir voru þá áætlaðar 319,1 ma.kr. Í júní 2016 hélt Seðlabankinn gjaldeyrisútboð fyrir aflandskrónaeigendur þar sem tilboðum var tekið fyrir samtals 82,9 ma.kr. Þá var eigendum aflandskrónaeigna heimilt að eiga gjaldeyrisviðskipti við Seðlabankann á viðmiðunargenginu 220 krónur á evru til 1. nóvember 2016 og leituðu þá um 15,5 ma.kr. útgöngu. Að teknu tilliti til framangreinds, vaxtagreiðslna, endurmats á afmörkun og markaðsverðmæti aflandskrónaeigna námu aflandskrónaeignir 191 ma.kr. í árslok 2016.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569 9600.

 



Nr. 2/2017
13. janúar 2017

Til baka