logo-for-printing

27. júní 2017

Málstofa um lykilinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða

Bygging Seðlabanka Íslands

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, kynnir í dag nýja skýrslu um íslensk efnahagsmál. Slík skýrsla er gefin út á tveggja ára fresti. Í skýrslunni er að þessu sinni sérstök umfjöllun um stöðu ferðaþjónustunnar og í ljósi þess boðar fjármála- og efnahagsráðuneytið til málstofu í samstarfi við Seðlabanka Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Málstofan er öllum opin en yfirskrift hennar er What is the Key to Sustainable Destination Development in Iceland? (Hver er lykillinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða á Íslandi?)

Málstofan fer fram á ensku. Hún er haldin í Kaldalóni í Hörpu í dag, 27. júní, klukkan 14-16.

Dagskrá málstofunnar er eftirfarandi:

Opnunarávarp:

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála

Erindi:

Julien Daubanes, Assistant Professor, University of Copenhagen:
Sustainable Management of Productive Natural Capital

Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir, landfræðingur, Rannsóknamiðstöð ferðamála og gestarannsakandi við Háskólann í Exeter og Háskólann í Lúxemborg: Towards sustainable development of Icelandic tourism: How scientific knowledge about the nature of nature-based tourism can help to protect the natural resource, eða

Í átt að sjálfbærri þróun íslenskrar ferðaþjónustu: Hvernig vísindaleg þekking á eðli náttúrutengdrar ferðamennsku getur hjálpað okkur að vernda auðlindina.

Pallborð:

Julien Daubanes, Gunnþóra Ólafsdóttir, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Douglas Sutherland hagfræðingur OECD, Jane Stacey, ferðamálasérfræðingur OECD.

Lokaávarp:

Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD.

Fundarstjóri:

Edda Hermannsdóttir hagfræðingur.

Til baka