20. júlí 2017
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 07/2017
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.
Grunnur dráttarvaxta er óbreyttur frá síðustu vaxtatilkynningu nr. 06/2017 dags 16. júní sl. enda hefur engin stýrivaxtaákvörðun verið síðan þá.
Dráttarvextir eru því óbreyttir og verða áfram 12,25% fyrir tímabilið 1. - 31. ágúst 2017.
Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir breytast eins og fram kemur hér fyrir neðan og verða því sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 31. ágúst 2017;
• Vextir óverðtryggðra útlána verða 5,85% - (lækka úr 6,10%)
• Vextir verðtryggðra útlána verða 3,65% - (óbreyttir)
• Vextir af skaðabótakröfum verða 3,90% - (lækka úr 4,07%)
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 07/2017