Fundur fjármálastöðugleikaráðs
Þriðji fundur Fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017 var haldinn mánudaginn 9. október sl. í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjallað var um áhættu í fjármálakerfinu og horfur í þjóðarbúskapnum.
Ákveðið var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að halda sveiflujöfnunarauka á innlendar áhættuskuldbindingar allra fjármálafyrirtækja óbreyttum í 1,25%. Fjármálasveiflan hefur haldið áfram að rísa með svipuðum hraða og áætlað var á síðasta fundi kerfisáhættunefndar. Þess má vænta að fjármálastöðugleikaráð muni leggja til að uppbyggingu sveiflujöfnunaraukans verði haldið áfram á næstu misserum í takt við ris fjármálasveiflunnar.
Næsti fundur fjármálastöðugleikaráðs verður haldinn 19. desember nk.
Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.