logo-for-printing

21. nóvember 2017

Ráðstefna norrænu seðlabankanna um netöryggismál

Bygging Seðlabanka Íslands
Þriðjudaginn 21. nóvember var haldin ráðstefna um netöryggismál í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan var sú fyrsta í röð ráðstefna sem seðlabankar Norðurlandanna áforma að efna árlega til um málefnið en markmiðið er að miðla reynslu og þekkingu varðandi netöryggi. Netárásir eru vaxandi ógn fyrir fjármálakerfi og fjármálastöðugleika og því telja seðlabankar Norðurlandanna mikilvægt að eiga frumkvæði í því að auka vitund og viðbúnað til að verjast þeirri ógn.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni, en meðal fyrirlesara voru Lars Rohde, seðlabankastjóri Danmerkur, Claus Hjort Frederiksen, varnarmálaráðherra Danmerkur, Kerstin af Jochnick, fyrsti varaseðlabankastjóri Svíþjóðar og Olli Rehn, einn varaseðlabankastjóra Finnlands. Fundarstjórar verða Chris Skinner, rithöfundur og sérfræðingur í fjármálatækni, og Jon Nicolaisen, varaseðlabankastjóri Noregs.

Hér má sjá umfjöllun Seðlabanka Danmerkur um ráðstefnuna.
Til baka