05. janúar 2018
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og veittur er árlega af Seðlabanka Íslands.Tilgangur styrksins er að styðja framtak sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf.
Styrkfjárhæðin nemur 3 milljónum króna og verður úthlutað í apríl eða maí 2017. Hugsanlegt er að skipta fjárhæðinni á milli tveggja eða fleiri styrkþega.
Umsóknir skulu sendar skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands eigi síðar en 2. mars 2018.
Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð má finna hér: Menningarstyrkur. Einnig er hægt að nálgast þessi gögn í afgreiðslu bankans á Kalkofnsvegi 1.
Nánari upplýsingar veitir Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra, í síma 569 9600.