logo-for-printing

09. janúar 2018

Frestað: Málstofa um vöxt lífeyriskerfisins í þjóðhagslegu samhengi

Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofu um vöxt lífeyriskerfisins í þjóðhagslegu samhengi sem halda átti þriðjudaginn 9. janúar, var frestað vegna veikinda. Nýr tími fyrir málstofuna verður birtur síðar.

Frummælandi verður Gylfi Magnússon, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ágrip: Í fyrirlestrinum verður fjallað um sögulegan vöxt íslenska lífeyriskerfisins og framtíðarhorfur. Sérstaklega verður reynt að greina þjóðhagsleg áhrif vaxtarins – og jafnframt þær skorður sem stærð hagkerfisins og fjármagnsþörf setur innlendum vexti kerfisins og að hvaða marki æskilegt er að kerfið eignist erlendar eignir. Þá verður fjallað um samþjöppun eignarhalds á íslenskum verðbréfamarkaði, sérstaklega hlutabréfamarkaði, vegna stækkunar lífeyriskerfisins og áhrif þess. Loks verður skoðað að hvaða leyti aukin áhersla á gegnumstreymi í stað sjóðsöfnunar gæti verið álitlegri kostur. Byggt verður á nokkrum fræðigreinum og skýrslum sem frummælandi hefur birt um efnið.

Til baka