logo-for-printing

13. mars 2018

Málstofa um áhrif Airbnb á húsnæðismarkað

Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa um áhrif Airbnb á húsnæðismarkað hér á landi var haldin í Seðlabanka Íslands, þriðjudaginn 13. mars, klukkan 15:00. Frummælendur eru Lúðvík Elíasson og Önundur Ragnarsson, hagfræðingar í Seðlabanka Íslands. 

Ágrip af efninu er eftirfarandi:

Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að íbúðarhúsnæði sé nýtt til skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Gögn frá AirDNA um bókanir á vef Airbnb eru notuð til að búa til mælikvarða á fjölda íbúða sem eru fyrst og fremst nýttar í skammtímaleigu og nýtast því ekki lengur sem íbúðarhúsnæði fyrir aðra. Þessar upplýsingar eru notaðar til að meta áhrif Airbnb á íbúðaverð. Þá er fjöldi íbúða sem bætist árlega við þann fjölda sem nýttur er til skammtímaleigu borinn saman við fjölda nýrra íbúða sem eru byggðar á árinu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að árleg hækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis sem rekja megi til aukinna umsvifa Airbnb á síðustu þremur árum sé um 2%, en það svarar til um 15% af þeirri hækkun sem orðið hefur á íbúðaverði á þeim tíma. Fjölgun Airbnb íbúða á þann mælikvarða sem hér er notast við svaraði til helmings til tveggja þriðju þeirra íbúða sem lokið var við að byggja á árinu 2016 á höfuðborgarsvæðinu.

Málstofan var haldin í fundarherberginu Sölvhóli á fyrstu hæð í Seðlabankanum í dag, þriðjudaginn 13. mars kl. 15:00. Gengið er inn frá Arnarhóli.

Glærur Lúðvíks Elíassonar og Önundar Ragnarssonar

Til baka