logo-for-printing

16. apríl 2018

Fundur fjármálastöðugleikaráðs

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2018 var haldinn þriðjudaginn 20. mars sl. og framhaldsfundur föstudaginn 13. apríl sl. í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjallað var um áhættu í fjármálakerfinu og horfur í þjóðarbúskapnum.

Ráðið beindi þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins að halda óbreyttum eiginfjáraukum vegna kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja og kerfisáhættu. Ráðið mælist einnig til þess við Fjármálaeftirlitið að aðlögunartími innlánsstofnana, sem ekki teljast kerfislega mikilvægar, að kerfisáhættuaukanum verði lengdur. Samkvæmt því þurfa viðkomandi innlánsstofnanir að uppfylla 3% eiginfjárkröfuna fyrir 1. janúar 2020 í stað 1. janúar 2019.

 

Ráðið beindi einnig þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins að sveiflujöfnunarauki á innlendar áhættuskuldbindingar allra fjármálafyrirtækja verði hækkaður um 0,5 prósentur, í 1,75%.

Næsti fundur fjármálastöðugleikaráðs verður haldinn 26. júní nk.

Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Til baka