17. maí 2018
Leikskólabörn í Vesturborg fræðast um verðbólgu og fjármál í Seðlabankanum
Nemendur í leikskólanum Vesturborg komu á dögunum ásamt kennurum sínum í heimsókn í Seðlabankann til að fræðast um seðla, mynt og aðra greiðslumiðla og hin ýmsu verkefni sem Seðlabankinn þarf að sinna á Íslandi. Jafnframt voru börnin frædd um mikilvægi þess að Seðlabankinn stuðli að stöðugu verðlagi svo að verðbólgudraugurinn komist ekki aftur á kreik. Þá var rætt um það hve mikilvægt það væri að fjármálafyrirtæki væru vel rekin og í góðu fjárhagslegu jafnvægi, landi og þjóð til heilla.Meðfylgjandi mynd af börnunum og kennurum þeirra var tekin að lokinni heimsókn. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið við að kenna þeim sem erfa landið helstu tökin við efnahagsstjórnina.