Vefútsending vegna yfirlýsingar peningastefnunefndar 29. ágúst 2018
Stefnuyfirlýsing peningastefnunefndar, þar sem m.a. er að finna vaxtaákvörðun nefndarinnar, og ritið Peningamál, voru birt á vef bankans kl. 08:55 og 09:00. Klukkan 10:00 hófst svo vefútsending þar sem Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd, kynntu stefnuyfirlýsingu peningastefnunefndar og efni Peningamála.
Tengill á vefútsendinguna er hér.
Sem fyrr er rétt að taka fram að Seðlabanki Íslands tekur ekki ábyrgð á hugsanlegum hnökrum sem kunna að verða á útsendingu.
Sjá hér nánari upplýsingar um peningastefnunefnd.
Sjá hér fyrri útgáfur af Peningamálum.
Meðfylgjandi er ný mynd af peningastefnunefnd sem tekin var í dag. Á henni eru sitjandi frá vinstri Katrín Ólafsdóttir, Már Guðmundsson formaður og Rannveig Sigurðardóttir. Standandi frá vinstri eru Þórarinn G. Pétursson og Gylfi Zoëga.