logo-for-printing

25. september 2018

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 13.-25. september 2018

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur sent frá sér meðfylgjandi álit eftir tveggja vikna heimsókn til Íslands. Sendinefndin átti fundi með fulltrúum stjórnvalda, Seðlabanka Íslands, aðilum á vinnumarkaði og fulltrúum atvinnulífsins og fjármálastofnana. Heimsóknin er hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi (e. Article IV Consultation). Hliðstæðar úttektir eru gerðar í öllum aðildarlöndum sjóðsins.

Álit sendinefndarinnar var kynnt á fundi með fréttamönnum í Hannesarholti í Reykjavík í morgun. Formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi er Ashok Bhatia.

Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Lausleg þýðing á áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Til baka