Fyrirlestur Rannveigar Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra í Háskólanum í Reykjavík
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri hélt nýlega fyrirlestur fyrir nemendur í MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík. Í fyrirlestrinum fjallaði Rannveig um peningastefnu og fjármálastöðugleika, lýsti lögbundnu hlutverki og verkefnum Seðlabanka Íslands og ræddi við nemendur um nýlegar ákvarðanir á sviði peningamála og fjármálastöðugleika.
Nánar tiltekið greindi Rannveig frá innleiðingu verðbólgumarkmiðs árið 2001 og breytingum sem gerðar hafa verið í kjölfar fjármálakreppunnar bæði á sviði peningamála og fjármálastöðugleika. Hún fjallaði um starf peningastefnunefndar sem sett var á laggirnar árið 2009 og þau tæki önnur en vaxtatækið sem hafa verið notuð til að ná markmiðum peningastefnunnar. Einnig fjallaði Rannveig um árangur peningastefnunnar frá því að verðbólgumarkmiðið var tekið upp. Þá fjallaði hún einnig um það hvernig viðfangsefni bankans og tæki tengd fjármálastöðugleika hafa þróast að undanförnu.
Kennsla í MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík fer fram á ensku og því flutti Rannveig fyrirlestur sinn á ensku. Í fyrirlestrinum studdist hún við efni á glærum sem er aðgengilegt hér: