01. nóvember 2018
Frestun á gildistöku reglna um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár
Frestað hefur verið gildistöku reglna um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 877/2018, en þær áttu að taka gildi í dag, fimmtudaginn 1. nóvember 2018. Eins og fram kemur á vef Stjórnartíðinda taka reglurnar í staðinn gildi 1. febrúar 2019 að því undanskildu að ákvæði er heimilar ríkissjóði að gefa út verðtryggð ríkisverðbréf til skemmri tíma en fimm ára tekur gildi þegar í dag, 1. nóvember 2018.
Sjá nánar hér á vef Stjórnartíðinda: Reglur um breytingu á reglum nr. 877/2018 og reglum nr. 492/2001, um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.