Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 01/2019
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.
Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 12/2018 dags 19. desember sl. þar sem að engin breyting hefur orðið á meginvöxtum (stýrivöxtum) síðan þá.
Grunnur dráttarvaxta, þ.e. þeir meginvextir sem eru lán gegn veði í verðbréfum, er því óbreyttur 5,25%.
Dráttarvextir eru þar að leiðandi einnig óbreyttir og verða því áfram 12,25% fyrir tímabilið 1. - 28. febrúar 2019.
Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir haldast einnig óbreyttir og verða því áfram sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 28. febrúar 2019:
• Vextir óverðtryggðra útlána 6,00%
• Vextir verðtryggðra útlána 3,55%
• Vextir af skaðabótakröfum 4,00%
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 01/2019