logo-for-printing

23. janúar 2019

Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis

Peningastefnunefnd 2018
Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis sem fjallar um störf nefndarinnar á seinni hluta ársins 2018 hefur verið birt á vef bankans.

Lög um Seðlabanka Íslands kveða á um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Lögin kveða á um að peningastefnunefnd haldi fundi að minnsta kosti átta sinnum á ári. Frá því að síðasta skýrsla var send Alþingi hefur nefndin haldið fjóra reglulega fundi, og var síðasta vaxtaákvörðun kynnt 12. desember. Eftirfarandi skýrsla fjallar um störf nefndarinnar frá júlí til desember 2018.

Sjá skýrsluna hér: Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2018

Fyrri skýrslur um störf peningastefnunefndar eru hér.
Til baka