08. febrúar 2019
Svarbréf til Bandalags íslenskra listamanna
Seðlabanki Íslands hefur sent Bandalagi íslenskra listamanna svar við bréfi sem bandalagið sendi Seðlabankanum nýverið og birti opinberlega í tilefni af tilfærslu á málverkum í bankanum. Í bréfinu er brugðist við athugasemdum bandalagsins, gerð grein fyrir listaverkaeign Seðlabankans og umsýslu með henni. Í bréfinu kemur meðal annars fram að Seðlabankinn hafi átt í samstarfi við söfn um sýningu á listaverkum, að hópar hafi komið í kynnisferðir í bankann til að skoða húsakynni og listaverk og svo er minnt á það að þau verk sem voru tilefni bréfs Bandalags íslenskra listamanna verða til sýnis á Safnanótt í Seðlabankanum, en húsnæði bankans verður opið almenningi í dag frá klukkan 17:30 til 23:00.