28. mars 2019
Vefútsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands og útgáfa ársskýrslu í dag
Ársfundur Seðlabanka Íslands verður haldinn í dag, 28. mars 2019. Á fundinum verða fluttar þrjár ræður. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs, flytur ræðu þar sem hann gerir meðal annars grein fyrir starfsemi og rekstri bankans. Þá flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og Már Guðmundsson seðlabankastjóri flytur einnig ræðu. Þá verður samstæðuársreikningur bankans fyrir árið 2018 lagður fram og ársskýrsla bankans fyrir árið 2018 verður birt. Fundurinn hefst klukkan 16:00 og verður vefútsending frá honum.
Vefútsending má sjá hér: