logo-for-printing

27. september 2019

Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja

Bygging Seðlabanka Íslands
Hugmyndir fólks um verðþróun á vöru og þjónustu í framtíðinni hafa mikil áhrif á það hvernig verðbólga þróast m.a. þar sem væntingar um verðþróun hafa áhrif á ákvarðanir fyrirtækja um söluverð vöru og þjónustu og á launakröfur fólks. Af þeirri ástæðu fylgist Seðlabankinn grannt með væntingum heimila og fyrirtækja til verðbólgu en mikilvægt er að verðbólguvæntingar, einkum til langs tíma, séu í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þessi kjölfesta væntinga í verðbólgumarkmiði er eitt af meginframlögum peningastefnunnar til efnahagslegs stöðugleika. Helstu mælikvarðar sem horft er til eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja, markaðsaðila og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja eru fengnar úr könnunum sem Gallup framkvæmir ársfjórðungslega. Framvegis verða niðurstöður þessara kannana um verðbólguvæntingar birtar á heimasíðu Seðlabankans þegar þær liggja fyrir. Niðurstöður úr könnun markaðsaðila sem Seðlabankinn framkvæmir ársfjórðungslega verða sem fyrr birtar þegar þær liggja fyrir.
Til baka