logo-for-printing

19. nóvember 2019

Erindi seðlabankastjóra um hagstjórn og fátækt

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt í hádeginu erindi í Háskóla Íslands um hagstjórn og fátækt í tilefni af fyrsta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um að útrýma fátækt. Í erindi sínu lagði Ásgeir meðal annars áherslu á stuðla þyrfti að stöðugleika í efnahagsþróun, m.a. í verðlagsþróun, þar sem þeir verst settu kæmu oftast verst út þegar óvænt áföll dyndu yfir. Þannig væri m.a. stöðugur hagvöxtur og stöðugt verðlag jákvætt innlegg í baráttu gegn fátækt.

Sjá hér skjal með skýringarmyndum sem seðlabankastjóri studdist við: Hagstjórn og fátækt. Háskólinn og heimsmarkmiðin. 19. nóvember 2019. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Sjá hér vefupptöku af fundinum sem fram fór í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag: Háskólinn og heimsmarkmiðin - Engin fátækt.

Til baka