logo-for-printing

21. nóvember 2019

Hagstjórn í hundrað ár

Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri og efnahagsráðgjafi, Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi ráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Seðlabanki Íslands og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands buðu til málþings, fimmtudaginn 21. nóvember 2019, í tilefni af því að hundrað ár eru frá fæðingu Jónasar Haralz, fyrrverandi bankastjóra og efnahagsráðgjafa. Tvö erindi voru flutt. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi ráðherra, flutti erindið: Jónas Haralz – Brautryðjandi nútíma hagstjórnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti erindið: Hundrað ára hagstjórn - hvað höfum við lært og hvernig munum við standa okkur betur? Málþingið var í stofu 101 í Odda og hófst klukkan 16:00.

Jónas Haralz var efnahagsráðgjafi ríkisstjórna á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, bankastjóri Landsbankans og starfaði auk þess hjá Alþjóðabankanum. Hann setti ekki síst svip á viðreisn íslensks efnahagslífs á sjöunda áratug síðustu aldar.

Eftir málþingið var boðið upp á léttar veitingar.


Til baka