Hagstjórn í hundrað ár
Seðlabanki Íslands og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands buðu til málþings, fimmtudaginn 21. nóvember 2019, í tilefni af því að hundrað ár eru frá fæðingu Jónasar Haralz, fyrrverandi bankastjóra og efnahagsráðgjafa. Tvö erindi voru flutt. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi ráðherra, flutti erindið: Jónas Haralz – Brautryðjandi nútíma hagstjórnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti erindið: Hundrað ára hagstjórn - hvað höfum við lært og hvernig munum við standa okkur betur? Málþingið var í stofu 101 í Odda og hófst klukkan 16:00.
Jónas Haralz var efnahagsráðgjafi ríkisstjórna á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, bankastjóri Landsbankans og starfaði auk þess hjá Alþjóðabankanum. Hann setti ekki síst svip á viðreisn íslensks efnahagslífs á sjöunda áratug síðustu aldar.
Eftir málþingið var boðið upp á léttar veitingar.