logo-for-printing

11. desember 2019

Málstofa um fyrirtækjasamstæður og freistnivanda í dag

Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands

Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum í dag, fimmtudaginn 12. desember kl. 15:00.

Frummælandi: Guðrún Johnsen hjá École Normale Supérieure

Fyrirtækjasamstæður og freistnivandi

Ágrip: Sýnt er fram á að freistnivandi er einn þeirra hvata sem leiðir til stofnunar fyrirtækjasamstæðu (e. business groups). Leitað er svara við því hvort væntingar markaðsaðila um að opinber stjórnvöld komi til bjargar samstæðufyrirtækjum (e. group affiliated firms), í miklum taprekstri, leiði til lækkunar á fjármagnskostnaði þeirra. Með því að nýta raunverulegt og óvænt inngrip á markaði ( e. quasi-natural experiment) er sýnt fram á að fjármagnskostnaður samstæðufyrirtækja var marktækt lægri en sambærilegra sjálfstæðra fyrirtækja (e. stand-alone firms), þegar væntingar um björgunaraðgerðir hins opinbera voru til staðar. Um leið og slíkar væntingar urðu að engu (óvænt inngrip) hækkaði fjármagnskostnaður fyrirtækjanna þegar bankar urðu að færa niður eignir sínar í formi samstæðufyrirtækjalána mun tíðar en sjálfstæðra fyrirtækja. Af þessu leiðir að neikvæð ytri áhrif fylgja fjármögnun fyrirtækjasamstæða þar sem skuldaraáhætta á þeim er kerfisbundið vanmetin innan bankakerfisins.
Til baka