logo-for-printing

19. desember 2019

Árleg skýrsla um Ísland komin út hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf var birt í dag. Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna á grundvelli 4. greinar stofnsáttmálans (e. Article IV Consultation). Samhliða var gefin út sérstök skýrsla um ramma ríkisfjármála (e. Selected Issues Paper on the Scope for Improving Iceland‘s Fiscal Framework). Að þessu sinni voru skýrslurnar ekki ræddar formlega í stjórn sjóðsins, en þess í stað var stjórninni gefið tækifæri á að kalla eftir umræðu ef sérstakt tilefni þætti til. Sendinefnd frá sjóðnum var hér á landi í nóvember síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila.

Skýrslurnar voru birtar á heimasíðu sjóðsins, sjá hér að neðan, ásamt öðru nýlegu efni:

IMF Country Report No. 19/375. Iceland 2019 Article IV Consultation - Press Release and Staff Report.

Iceland; Selected Issues. IMF Country Report No. 19/376.

 

 


Til baka