logo-for-printing

19. desember 2019

Ný útgáfa af þjóðhagslíkani Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Þjóðhagslíkan Seðlabankans, QMM, hefur gegnt lykilhlutverki í allri greiningar- og spávinnu bankans frá því að líkanið var tekið í notkun árið 2006. Líkanið er reglulega endurskoðað og uppfært og nýlega luku sérfræðingar á hagfræði- og peningastefnusviði bankans fjórðu stóru uppfærslu líkansins sem fyrst var notuð í spágerð bankans í nóvember sl. Jafnframt hefur handbók líkansins verið uppfærð og er útgáfa 4.0 nú aðgengileg á heimasíðu bankans.

Handbókina má nálgast hér.

Nánari upplýsingar og ítarlegri tæknileg gögn er hægt að nálgast hér.

Til baka