logo-for-printing

14. janúar 2020

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2019

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur birt frétt um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2019.

Þar kemur m.a. fram að gengi krónunnar hafi lækkað um 3,1% á árinu, flökt í gengi hafi verið minna en árið á undan, en munur á hæsta og lægsta gildi skráðrar gengisvísitölu á árinu var 7,2%.

Heildarvelta á gjaldeyrismarkaði var svipuð og á árinu 2018, eða sem nam 188,3 ma.kr. Hlutdeild Seðlabankans í veltunni var 7,6% sem var öllu meira en árið 2018, en talsvert minna en á árinu 2017.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst í krónum talið um 86 ma.kr. á árinu og nam í árslok 822 ma.kr. Gjaldeyrisjöfnuður Seðlabankans, þ.e. mismunur eigna og skulda bankans í erlendum gjaldmiðlum, nam 646 ma.kr. í lok ársins 2019 samanborið við 627 ma.kr. í lok árs 2018.

Sjá hér nánari upplýsingar: Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2019 (pdf-skjal).

 

Frétt nr. 3/2020
14. janúar 2020


Til baka