27. janúar 2020
Starfsleyfi Valitor hf.
Fjármálaeftirlitið hefur í dag veitt Valitor hf. starfsleyfi sem greiðslustofnun, sbr. lög nr. 120/2011, um greiðsluþjónustu. Í nýja leyfinu felst að félaginu er heimilt að veita greiðsluþjónustu samkvæmt 1.-5 og 7. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga um greiðsluþjónustu.
Félagið hefur á síðustu árum verið með starfsleyfi sem lánafyrirtæki, sbr. lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Í því starfsleyfi hefur einnig falist heimild til að sinna greiðsluþjónustu. Samhliða nýju starfsleyfi hefur félagið afsalað sér því starfsleyfi og hefur Fjármálaeftirlitið samþykkt það afsal frá og með 29. febrúar nk.