02. mars 2020
Niðurstöður athugana á stafrænni tækniþróun – rafrænt greiðslumat
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) hóf í september 2019 vettvangsathugun til að kanna þróun og rekstur rafræns greiðslumats hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. Í tilviki Íslandsbanka hf. var varan Lán í appi, sem felur í sér sjálfvirka ákvarðanatöku um veitingu láns, einnig tekin til skoðunar af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Niðurstöður lágu fyrir í desember 2019 og febrúar 2020.Niðurstöðuna er að finna hér (sjá pdf-skjal).