
Skipun í fjármálastöðugleikanefnd

Verkefni fjármálastöðugleikanefndar eru talin upp í 13. grein laga um Seðlabankann. Þar segir m.a. að verkefni nefndarinnar séu að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, fjalla um og skilgreina nauðsynlegar aðgerðir og samþykkja stjórnvaldsfyrirmæli. Nefndarmenn eru skipaðir til fimm ára og skal nefndin funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári.