logo-for-printing

12. mars 2020

Viðbragðsáætlun Seðlabanka Íslands virkjuð – starfsfólki á starfsstöðvum fækkað eins og kostur er

Bygging Seðlabanka Íslands
Viðbragðsáætlun Seðlabanka Íslands hefur verið virkjuð. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur í samráði við viðbragðsstjórn bankans ákveðið að reyna að fækka starfsfólki eins og kostur er á starfsstöðvum bankans á Kalkofnsvegi og í Katrínartúni til að lágmarka smithættu milli starfsmanna bankans og í samfélaginu í heild. Tryggt verður að lykilstarfsemi bankans haldist gangandi. Gert er ráð fyrir að þeir starfsmenn sem fara heim sinni starfsskyldum sínum eins og kostur er.
Til baka