18. mars 2020
EIOPA hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna COVID-19
Stjórn Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar á vátrygginga- og lífeyrissjóðamarkaði (EIOPA), í samvinnu við eftirlitsstjórnvöld aðildarríkja, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna COVID-19 faraldursins. Þar mælir EIOPA með að aðilar á vátrygginga- og lífeyrissjóðamarkaði grípi til ákveðinna aðgerða, ásamt því að upplýsa til hvaða aðgerða EIOPA og eftirlitsstjórnvöld í hverju ríki geti gripið til. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) tekur undir yfirlýsingu EIOPA.
Fjármálaeftirlitið hefur að undanförnu verið í sambandi við aðila á markaðnum vegna áhrifa COVID-19 á starfsemi þeirra og svo verður áfram.